Þolinmæði þrautir vinnur allar. Söngvarinn Neil Diamond hefur loksins náð plötu í fyrsta sætið á Billboard listanum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Diamond er 67 ára gamall og hann gaf nýlega út sína 29 plötu, Home Before Dark. Besti árangur hans var árið 1973 þegar hann gaf út plötuna Jonathan Livingston Seagull og náði hún öðru sætinu.
Söngvarinn flutti nokkur lög í síðustu viku á útvarpsstöð BBC. Þar flutti hann lög af nýju plötunni ásamt nokkrum gömlum smellum, þ.á.m. Forever in Blue Jeans og Hello Again.