„Hipp og kúl“ vorlína

00:00
00:00

Þau voru „hipp og kúl“ - eins og sagt er - krakk­arn­ir sem sýndu sína eig­in vor­línu á ein­stakri tísku­sýn­ingu sem hald­in var í Öskju­hlíðarskóla í Reykja­vík í dag. Mikið var um að vera í förðun­ar­her­berg­inu fyr­ir sýn­ingu, en flotta greiðslu og augnskugga má ekki vanta þegar gengið er fram fyr­ir tugi áhorf­enda.

Það voru nem­end­ur í sjötta til tí­unda bekk skól­ans, sem tekið höfðu þátt í nám­skeiði und­ir hand­leiðslu Stein­unn­ar Sig­urðardótt­ur, tísku­hönnuðar, sem komu fram og var tísku­sýn­ing­in loka­hnykk­ur­inn í fjöl­breyttri lista­viku skól­ans sem all­ir 100 nem­end­ur hans tóku þátt í. Stein­unn seg­ir þetta hafa verið eitt skemmti­leg­asta verk­efni sem hún hafi tekið að sér.

Stemn­ing­in var mik­il og krökk­un­um klappað lof í lófa. Dor­rit Moussai­eff for­setafrú var yfir sig hrif­in af frammistöðu nem­enda og lét ekki sitt eft­ir liggja í að hvetja þau til dáða. Dor­rit þykir mikið til starfs­ins í Öskju­hlíðarskóla koma og seg­ir það mjög til eft­ir­breytni.

Og þeir voru held­ur ekk­ert að slá af Mercedez-gæj­arn­ir sem tróðu upp eft­ir tísku­sýn­ing­una. Með þeim var fríður hóp­ur dans­ara sem sýndi nokk­ur spor og söng með og var atriðið svo vel heppnað að skóla­stjór­inn hafði á orði að þetta gæti orðið næsta fram­lag Íslands til Júróvi­sjón.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Jafnvel hugprúðustu menn vita að stundum þarf handagang í öskjunni til að fá hlutina til að rúlla af stað. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Jafnvel hugprúðustu menn vita að stundum þarf handagang í öskjunni til að fá hlutina til að rúlla af stað. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant