Kynlífsgjörningur í uppnámi

Marina Abramovic
Marina Abramovic mbl.is/Árni Sæberg

Eitt af at­hygl­is­verðari atriðum Lista­hátíðar Reykja­vík­ur í ár er sam­bræðing­ur kyn­lífs­ráðgjaf­ans Dr. Ruth og „ömmu gjörn­ingalist­ar­inn­ar“ Mar­inu Abramovic frá fyrr­ver­andi Júgó­slav­íu. Gjörn­ing­ur þeirra er hluti af Til­rauna­m­araþoni hátíðar­inn­ar og fer fram á sunnu­dag í Lista­safn­inu. Eitt­hvað hef­ur þeim gengið illa að ná sam­an um hvernig verkið eigi að vera og á föstu­dag var gjörn­ing­ur­inn í upp­námi og þær höfðu náð litlu sem engu sam­komu­lagi.

„Þetta er í smá upp­námi en það bara krist­all­ar feg­urðina við svona til­rauna­mennsku,“ sagði Mar­ina í gær. „Ég hitti Dr. Ruth fyrst á fimmtu­dag­inn. Ég kynnti mig og hug­mynd­ina mína en hún tengdi sig ekk­ert við hana. Skildi ekki hvert ég var að fara. Hug­mynd mín var að við sæt­um báðar við borð með stór­um rauðum síma sem hringdi á fimm mín­útna fresti. Á lín­unni áttu að vera fræg­ir lista­menn, svo sem Frida Kahlo eða Kaf­ka, að spyrja hana ráða um kyn­líf sitt. Hún þver­tók fyr­ir þetta og sagðist ekki hafa neinn áhuga. Hún sagði að sitt starf væri að leysa vanda­mál. Að hún gæti sagt mér hvaða stell­ing myndi henta mér best, og ekk­ert annað.“

Kyn­lífstal við ömmu

„Þegar ég var ung heillaðist ég af Dr. Ruth í sjón­varp­inu. Dáðist að því hversu opin hún var varðandi kyn­líf. Þar sýndi hún hvernig ætti að fróa sér og hvernig ætti að snerta typpi. Samt er hún pínu­lít­il kona með aust­ur­rísk­an hreim sem minnti mig á ömmu. Ég skammaðist mín smá að horfa, því ég gat ekki ímyndað mér að heyra ömmu tala um kyn­líf. Á mínu heim­ili var sneitt fram­hjá þessu umræðuefni. Þess vegna fannst mér hún hug­rökk.“

Dr. Ruth með eina af bókum sínum.
Dr. Ruth með eina af bók­um sín­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Einn af gjörningum Marinu.
Einn af gjörn­ing­um Mar­inu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son