Íslendingar kynna sig í Belgrad

Friðrik Ómar, Kalomira og Regína Ósk í stuði í gærkvöldi.
Friðrik Ómar, Kalomira og Regína Ósk í stuði í gærkvöldi. mbl.is/Dagur

Meðlimir Eurobandsins þeyttust frá einu Evrovision-samkvæminu í annað í gærkvöldi í miðborg Belgrad. Það er stór liður í kynningarstarfseminni áður en keppnin hefst að sýna sig og sjá aðra í slíkum samkvæmum sem eru haldin á skemmtistöðum af öllum stærðum og gerðum. Keppendur troða upp og sitja fyrir hjá ljósmyndurum.

Farið var í fullum herklæðum í rútu um miðborgina og skemmtistaðir sem leigðir voru af hinum ýmsu löndum til að kynna lögin sín fyrir Eurovision voru heimsóttir í stutta stund, nægjanlega lengi til að láta mynda sig með öðrum stjörnum. 

Það fór vel á með þeim Regínu Ósk, Friðriki Ómari og grísku söngkonunni Kalomiru sem hittust í einu slíku samkvæmi í gærkvöldi. Regína Ósk gaf Kalomíru geisladisk.

Farið var niður í sveitta litla skemmtistaði jafnt sem stórar sýningahallir á stærð við Laugardalshöllina. 

Kalormina tók lagið í gærkvöldi.
Kalormina tók lagið í gærkvöldi. mbl.is/Dagur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir