Konunglegar móttökur í Serbíu

Regína Ósk segist reykja margar sígarettur á dag með óbeinum …
Regína Ósk segist reykja margar sígarettur á dag með óbeinum reykingum í Belgrad. mbl.is/Dagur

Eurobandið mætti í morg­unþátt serbneska rík­is­sjón­varps­ins RTS ásamt krón­prins­essu lands­ins, Kat­her­ine og stóðu þau Friðrik Ómar og Regína Ósk sig með stakri prýði. Þau eru boðin í mót­töku bæði hjá krón­prins­in­um Al­ex­and­ers II og Kat­her­ine og síðar í kvöld hjá borg­ar­stjór­an­um í Belgrad.

Al­ex­and­er er son­ur síðasta kon­ungs Júgó­slav­íu og því krón­prins verði land­inu breytt í kon­ung­dæmi á ný en það er nú lýðræði.

Þau Friðrik Ómar og Regína Ósk láta vel af mót­tök­un­um sem þau hafa fengið í Belgrad en þykir nóg um það frelsi sem reyk­inga­menn njóta hér í borg. „Það er reykt ofan í mann hvar sem maður kem­ur, ég hugsa að ég reyki marg­ar síga­rett­ur á dag bara óbeint," sagði Regína Ósk í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tilvera þín þjónar vissum tilgangi, þótt þér finnist það ekki augljóst eins og er. Stutt skrepp er alveg jafn áhrifaríkt og langar ferðir fyrir sálartetrið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tilvera þín þjónar vissum tilgangi, þótt þér finnist það ekki augljóst eins og er. Stutt skrepp er alveg jafn áhrifaríkt og langar ferðir fyrir sálartetrið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar