Eurobandið í sveiflu í Belgrad

Regína Ósk og Friðrik Ómar vöktu athygli fjölmiðla í veislu …
Regína Ósk og Friðrik Ómar vöktu athygli fjölmiðla í veislu borgarstjórans. mbl.is/Dagur

Í gær var mikið um dýrðir í Belgrad, Eurobandið sótti fyrst heim krónprins Serbíu og krónprinsessuna í virðulegu boði en hvorki prins né prinsessa létu sjá sig. Þau voru að sögn veðurteppt.

Ekki er vitað hvar þau tepptust vegna veðurs, hér í Belgrad er 33 stiga hiti og sól en síðla dags í gær gerði mikla hitaskúr og haglél á stærð við rjómakúlur steyptist yfir borgina og eldingum sló niður og kann það vel að vera ástæðan fyrir fjarveru konungsfólksins.

Það kom kannski ekki að sök þar sem þau Friðrik Ómar og Regína Ósk höðfu verið gestir í morgunþætti RTS, serbneska ríkissjónvarpinu ásamt krónprinsessunni fyrr um morguninn.

Síðar um kvöldið var síðan gríðarleg hanastélsveisla í voldugum salarkynnum borgarstjórans í Belgrad. Skrifstofur borgarstjórans hafa verið reistar snemma á áttunda áratugnum og bera merki um þann stíl í byggingalist sem kommúnisminn er auðkenndur af.

Til veislunnar var öllum þátttakendum Evróvisjón boðið sem og fjölmiðlafólki. Það var margt um manninn og þröngt á þingi og þegar stórar eða vinsælar evróvisjónstjörnur mættu í samkvæmið flykktust fjölmiðlamenn að þeim svo úr varð erfið þröng og spurningum á fjölmörgum tungumálum var baunað á keppendurna í stríðum straumi.

Íslenski hópurinn var engin undantekning og fékk hann sinn skerf af athygli fjölmiðla.

Þær stjörnur sem vöktu þó hvað mesta athygli voru brúðan Dustin frá Írlandi, og Charlotte Perelli sem illar tungur segja að eigi það sameiginlegt að vera álíka plastlegar fígúrur.

Friðrik Ómar og Regína Ósk tóku lagið fyrir áhugasama fjölmiðlamenn.
Friðrik Ómar og Regína Ósk tóku lagið fyrir áhugasama fjölmiðlamenn. mbl.is/Dagur
Charlotte hin sænska vakti mikla athygli og vildu margir taka …
Charlotte hin sænska vakti mikla athygli og vildu margir taka viðtöl við hana. mbl.is/Dagur
Dustin frá Írlandi er kjaftfor handbrúða.
Dustin frá Írlandi er kjaftfor handbrúða. mbl.is/Dagur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir