Íslenski Euroband hópurinn kynnti framlag íslands fyrir blaðamönnum í næturklúbbnum Magacin Club á árbakka í Belgrad í kvöld. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, og Slobodan Micic buðu gesti velkomna áður en hópurinn steig á svið og skemmti gestum.
Mikið stuð er á fólkinu á klúbbnum og troðningur er út að dyrum. Ásamt því að kynna framlag Íslands söng Eurobandið gamla Eurovision slagara á borð við Gleðibankann og Waterloo.
Á staðnum eru fleiri keppendur. Hin athyglisverða Evdokia Kadi frá Kýpur sem syngur lagið Femme Fatale lét sig ekki vanta og brátt mun Simon Matthew, sem keppir fyrir hönd Danmerkur, stíga á svið og skemmta áhorfendum.