Magnús Scheving og Latibær í Time

Latabæjarfólkið.
Latabæjarfólkið.

Fjallað er um Magnús Scheving og Latabæ í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Time og á vefsíðu þess, Time online,. Í umfjölluninni segir m.a. að hafi foreldrar tekið eftir breytingu á viðhorfi barna sinna til hollustu og hreyfingar þá megi hugsanlega rekja það til hins íslenska Magnúsar Scheving.

Þá er Magnús kynntur sem fyrrum líkamsræktarmeistari sem í hlutverki Íþróttaálfsins Sportacus, hafi undanfarin fjögur ár aðstoðað íbúa Latabæjar (LazyTown) við að standast þær freistingar sem nútímafólk standi stöðugt frammi fyrir í formi óhollustu.

Einnig setji kraftmikil evrópsk popptónlist svip sinn á þættina með textum sem hvetji unga fólkið til að hreyfa sig.

Haft er eftir Magnúsi að þáttunum sé ætlað að höfða jafnt til drengja og stúlkna og að drengir líti gjarnan á þá sem hasarþætti en stelpur sem dansþætti.

Þá segir að hver þáttur kosti 800.000 dollara í framleiðslu sem sé fjórum sinnum meira en barnaþættir kosti að meðaltali. Magnús telji verkefnið þó fyllilega kostnaðarins virði enda sé bráðnauðsynlegt að berjast gegn offitu í nútímaþjóðfélagi.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur í sama streng í viðtali við blaðið.  „Latibær er stórkostleg aðferð til sparnaðar á skattpeningum," segir hann. „Þættirnir hafa dregið verulega úr líkum á því að börn fái sjúkdóma sem tengjast offitu og eru þungur baggi á heilbrigðiskerfinu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan