Til í þá fimmtu

Steven Spielberg (t.h.) með Harrison Ford og George Lucas á …
Steven Spielberg (t.h.) með Harrison Ford og George Lucas á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær. ERIC GAILLARD

Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg segist alveg til í að leikstýra enn einni kvikmyndinni um Indiana Jones standi það til boða og ef aðdáendur kappans hrífast af nýjustu myndinni og þeirri fjórðu í röðinni, Kingdom of the Crystal Skull.

Spielberg var spurður að því á blaðamannafundi á kvikmyndahátíðinni í Cannes hvort hann vildi gera fimmtu myndina og svaraði hann á þá leið að hann myndi gera það ef menn vildu meira. Þetta svar þýðir því ekki að hann ætli að gera fimmtu myndina. 19 ár liðu milli þriðju og fjórðu myndar og því nokkuð ljóst að Harrison Ford verður ekki líklegur til stórræðanna ef Spielberg ákveður að gera fimmtu myndina eftir 19 ár. Ford er 65 ára gamall en nýstirnið Shia LaBeouf gæti tekið við kyndlinum ef áfram verður haldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar