Cherie Blair útskýrir óvænta þungun sína

Cherie og Tony í júlí í fyrra.
Cherie og Tony í júlí í fyrra. AP

Cherie Blair, eiginkona Tonys, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir m.a. frá því hvernig á því stóð að þau hjónin eignuðust sitt fjórða barn alveg óvart eftir heimsókn til Elísabetar drottningar 1999.

Í nýútkominni sjálfsævisögu, „Speaking for Myself,“ segir Cherie frá því þegar þau hjónin fóru í heimsókn í sumardvalarstað drottningar, Balmoral-kastala í Skotlandi.

Cherie segir að hún hafi ekki tekið með sér getnaðarvarnir því að árið á undan hafi slíkt komið í ljós í farangri hennar á fremur vandræðalegan hátt „ásamt ýmsu öðru sem skal látið ónefnt.“

„Eins og venjulega var ferlega kalt þarna norðurfrá og eitt leiddi af öðru og ... en svo var ég viss um að þetta gæti ekki verið, ég væri orðin of gömul, þetta hlytu að vera tíðahvörfin.“ 

Cherie segir ennfremur að ef til vill muni einhverjum verða brugðið út af því að hún - sem hafi kallað sig góða, kaþólska stúlku - skuli nota getnaðarvarnir.

En getnaðarvarnir séu mikilvægar fyrir konur og ein ástæða þess hvernig líf kvenna hafi breyst með því að þær hafi getað farið að stjórna barneignum sínum sjálfar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar