Bandaríska kvikmyndaleikkonan Jessica Alba og leikarinn Cash Warren giftu sig í gær, að sögn fréttavefjar tímaritsins People. Þau Alba og Warren hafa verið saman frá árinu 2004 og Alba, sem er 27 ára, gengur með barn þeirra.
Þau Alba ogWarren hittust þegar þau léku bæði í fyrri myndinni um hin fjögur fræknu. Alba skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún lék í sjónvarpsþáttunum Dark Angel.