Tónlistarmaðurinn John Fogerty lenti á Íslandi í morgun. Hann kom hingað ásamt hljómsveit, eiginkonu og börnum. Hann heldur tónleika í Laugardalshöllinni annað kvöld.
Í fréttatilkynningu kemur fram að húsið opnar kl. 20 og KK stígur á stokk ásamt hljómsveit sinni skömmu síðar. Fogerty fer á svið um kl. 21:30.
John Fogerty gerði garðinn frægan með Creedence Clearwater Revival sem söngvari, gítarleikari og helsti lagasmiður sveitarinnar. Af þekktum lögum Creedence Clearwater Revival má nefna: Bad Moon Rising, Fortunate Son, Who´ll Stop the Rain, Down on the Corner og Proud Mary.