Fyrri forkeppninni í Eurovision söngvakeppninni í Belgrad er nú lokið. Að venju var um glæsilega sýningu að ræða og í kvöld voru valin 10 lög sem komast í aðal keppnina nk. laugardag. Meðal þjóðanna sem komust áfram voru Norðmenn og Finnar.
Þau 10 lönd sem komust áfram voru: Grikkland, Rúmenía, Bosnía og Hersegóvína, Finnland, Rússland, Ísrael, Aserbaidjan, Armenía, Pólland og Noregur. Athygli vakti að írski kalkúnninn Dustin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og raunar var púað á hann þegar hann lauk við lag sitt í kvöld.
Síðari forkeppnin fer fram á fimmtudag og þá stígur Eurobandið fyrst á svið og flytur íslenska lagið, This is my Life.