Noregur og Finnland áfram

Kalomira frá Grikklandi komst áfram með sitt framlag.
Kalomira frá Grikklandi komst áfram með sitt framlag. Reuters.

Fyrri forkeppninni í Eurovision söngvakeppninni í Belgrad er nú lokið. Að venju var um glæsilega sýningu að ræða og í kvöld voru valin 10 lög sem komast í aðal keppnina nk. laugardag. Meðal þjóðanna sem komust áfram voru Norðmenn og Finnar.

Þau 10 lönd sem komust áfram voru: Grikkland, Rúmenía, Bosnía og Hersegóvína, Finnland, Rússland, Ísrael, Aserbaidjan, Armenía, Pólland og Noregur. Athygli vakti að írski kalkúnninn Dustin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og raunar var púað á hann þegar hann lauk við lag sitt í kvöld.

Síðari forkeppnin fer fram á fimmtudag og þá stígur Eurobandið fyrst á svið og flytur íslenska lagið, This is my Life.

Regína Ósk fylgist með undankeppninni í Belgrad í kvöld.
Regína Ósk fylgist með undankeppninni í Belgrad í kvöld. mbl.is/Dagur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir