Það var gríðarlega mikil stemmning í Magacin Club í Belgrad í gærkvöldi þegar íslenska evróvisjónteymið hélt heilmikið teiti á bökkum árinnar Sava í fyrrum vöruskemmu sem gerð hefur verið upp. Þau Regína Ósk og Friðrik Óskar héldu uppi miklu evróvisjón stuði með gömlum evróvisjón lögum bæði íslenskum og erlendum.
Til boðsins kom konsúll Íslands Slobodan Micic og Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra og buðu þeir gesti velkomna í stuttum ræðum.
Meðal kunnuglegra andlita í samkvæminu var einnig Draupnir Rúnar Draupnisson sem lék eftirminnilega í myndbandinu við íslenska lagið í ár.