Orðrómur er um að Brad Pitt og Angelina Jolie eigi í mestu vandræðum með að sættast á nöfn á börnin tvö sem Angelina ber undir belti.
Hún hefur stungið upp á nöfnunum Castor og Pollux sem eru nöfn tveggja skærustu stjarnanna í tvíburamerkinu sem er stjörnumerkið hennar.
Föður tvíburanna líst ekki vel á hugmyndina, sérstaklega þar sem annað nafnið hljómar líkt og enska blótsyrðið „bollocks“ og hann er hræddur um að erfitt verði fyrir barnið að standa undir slíku nafni.
Áætlað er að börnin komi í heiminn upp úr miðjum ágúst og bætist þá við fjögurra barna hópinn sem stjörnuparið á fyrir.
Til upprifjunar fyrir þá sem ekki muna heita börn þeirra Pitt og Jolie Maddox Chivan Jolie-Pitt, Pax Thien Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt og Shiloh Nouvel Jolie-Pitt. Maddox var ættleiddur frá Kambódíu, Pax frá Víetnam og Zahara Marley frá Eþíópíu. Shiloh Nouvel var hins vegar ekki ættleidd en hana fæddi Jolie í Namibíu.