Endurfundir í tísku

Tónleikaferðalag hjá Motley Crue mun hefjast 1. júlí nk.
Tónleikaferðalag hjá Motley Crue mun hefjast 1. júlí nk. Reuters.

Eitt virðist vera alfarið komið í tísku í tónlistarheiminum, endurfundir. Hljómsveitir sem hættu á 8. aratugnum, 9. áratugnum og  10. áratugnum enda flestar með því að taka saman aftur. Svo virðist vera þegar tónleikadagskrá sumarsins í Bandaríkjunum er skoðuð.

Í sumar verða tónleikar með Stone Temple Pilots, sem hættu árið 2003 og New Kids on the Block, en þeir slitu samstarfinu árið 1994. Fleiri hafa bæst í hópinn. Hægt verður að sjá hljómsveitir eins og B-52’s, the Black Crowes, Motley Crue og Yes spila í sumar.

Í fyrra var svipað uppi á teningnum en þá snéru aftur hljómsveitirnar  Police, Led Zeppelin, Genesis og Van Halen.

Að mati Michael Endelman, ritstjóra Rolling Stone tímaritsins, er hægt að ofgera þessu. „Ef hægt er kalla eitthvað alvöru endurfundi er um verulega sérstakan hlut að ræða en stundum heyrir maður af slíkum viðburði og hugsar með sér, voru þeir ekki á tónleikaferðalagi í fyrra?“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar