Ópið yngist um 17 ár

Ópið eftir Edvard Munch
Ópið eftir Edvard Munch AP

Verk norska málarans Edvard Munch, Ópið, er komið aftur á sinn stað í Munch safninu í Ósló en verkinu var stolið árið 2004 en nú er Ópið sautján árum yngra en áður var talið. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ósló í morgun. Verkinu var skilað árið 2006 til lögreglu og var það lítillega skemmt. 

Ópið er sennilega frægasta verk Munch en það er sagt tákna þjáningar manns í tilvistarkreppu. Hingað til hefur verið talið að Much hafi málað verkið árið 1893 en Ingebjørg Ydstie, safnstjóri Munch safnsins benda nýjustu rannsóknir á verkinu til þess að það sé mun yngra eða frá árinu 1910. 

Annað verk eftir Munch, Madonna, er nú einnig til sýnis á safninu en því var stolið í sama ráni í ágúst 2004.

Frétt Aftenposten 

Gro Balas, stjórnarformaður safnsins á blaðamannafundi í morgun. Verkið Madonna …
Gro Balas, stjórnarformaður safnsins á blaðamannafundi í morgun. Verkið Madonna er nú til sýnis á ný í Ósló AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar