Platan hennar Scarlett fær slæma dóma

Scarlett Johansson
Scarlett Johansson Reuters

Fyrsta platan hjá leikkonunni Scarlett Johansson hefur fallið í grýttan jarðveg hjá gagnrýnendum. „Anywhere I Lay My Head“ heitir afurðin og syngur hún þar lög eftir Tom Waits.

Röddin hennar þykir ekki mjög burðug, útsetningarnar eru harðlega gagnrýndar og lögin þykja einsleit. Gagnrýnandi hjá tímaritinu Mojo í Bretlandi sagði að platan væri „mjög auðgleymanleg“ og annar frá Washington Post sagði að „hægt er hlusta á plötuna í heild sinni og hafa samt ekki hugmynd um hvernig Johansson hljómar.“

Á plötunni er að finnna 11 lög og eru tíu þeirra eftir Tom Waits. Eitt lag er frumsamið af þeim Johansson og David Andrew Sitek, framleiðanda plötunnar. Breski tónlistarmaðurinn David Bowie syngur bakraddir á tveimur lögum, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir