Fyrsta platan hjá leikkonunni Scarlett Johansson hefur fallið í grýttan jarðveg hjá gagnrýnendum. „Anywhere I Lay My Head“ heitir afurðin og syngur hún þar lög eftir Tom Waits.
Á plötunni er að finnna 11 lög og eru tíu þeirra eftir Tom Waits. Eitt lag er frumsamið af þeim Johansson og David Andrew Sitek, framleiðanda plötunnar. Breski tónlistarmaðurinn David Bowie syngur bakraddir á tveimur lögum, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.