„Dávaldur“ með í för

Spenna fyrir síðari forkeppni Evróvisjón í Serbíu fer vaxandi, en fyrst á svið er hið íslenska Euroband sem flytur lagið This is my Life. Friðrik Ómar segir stuðning þjóðarinnar skipta mestu máli og vonar að sjálfsögðu að lagið komist áfram í aðalkeppnina.

10 lönd komust áfram í fyrri forkeppninni sem fram fór í fyrrakvöld, en fulltrúar 19 þjóða taka þátt í forkeppninni í kvöld. Aðalkeppnin verður svo haldin á laugardagskvöldið.

Eiginkona söngvarans og tónlistarmannsins Grétars Örvarssonar er í íslendingahópnum, en hún hefur beitt andlegum aðferðum, nokkurs konar dáleiðslu, til að hafa góð áhrif á Friðrik Ómar. Hann segir að allur hópurinn muni koma saman í dag – og hún með.

Gangi allt upp ætlar söngfólkið og aðstoðarmenn þess að fagna í kvöld, en hóflega þó. Að því loknu ætlar það að hefja undirbúning fyrir lokasprettinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar