Eyþór Ingi kemur sterkur inn

Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson. mbl.is/Frikki

Ingó og Veðurguðirn­ir tróna á toppi lagalist­ans eins og und­an­farn­ar vik­ur með lagið „Bahama“ og Eddie Vedder sit­ur líka kirfi­lega fast­ur í öðru sæt­inu frá því í síðustu viku. Coldplay hef­ur hins veg­ar hækkað sig um nokk­ur sæti og er nú kom­in í þriðja sætið í ann­arri vik­unni síðan lagið „Vi­olet Hill“ komst inn á lista.

„Hjartað þitt“ er fyrsta lagið sem Dal­vík­ing­ur­inn Eyþór Ingi send­ir frá sér eft­ir að hann sló í gegn í Band­inu hans Bubba. Það kem­ur beint inn í sjö­unda sætið, enda eignaðist hann stór­an hóp stuðnings­manna meðan á þáttaröðinni stóð og þeir hafa ef­laust beðið spennt­ir eft­ir nýju lagi.

Breska popp­stirnið Natasha Bed­ing­field stekk­ur beint inn í 13. sætið með lagið „Pocket full of Sun-shine“ af sam­nefndri plötu. Dóm­ar um plöt­una hafa verið frek­ar já­kvæðir og hún hef­ur átt nokkr­um vin­sæld­um að fagna í Banda­ríkj­un­um. Það hef­ur líka vakið at­hygli á Bed­ing­field að Barrack Obama hef­ur notað lag eft­ir hana á kosn­inga­fund­um sín­um.

Kós­í­kvöld þeirra Baggal­úta nær síðan að smeygja sér inn í 17. sætið í fyrstu til­raun og lík­legt að það eigi eft­ir að fikra sig ofar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér finnst þú slappur á versta tíma - og það er merki um að þú þurfir að taka málin í þínar hendur. Himintunglin hvetja þig til þess að tjá þig af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér finnst þú slappur á versta tíma - og það er merki um að þú þurfir að taka málin í þínar hendur. Himintunglin hvetja þig til þess að tjá þig af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar