Ísland áfram í Eurovision

Regína Ósk og Friðrik Ómar sungu sig inn í hjörtu …
Regína Ósk og Friðrik Ómar sungu sig inn í hjörtu Evrópubúa í kvöld. AP

Framlag Íslands í seinni undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í kvöld, er komið áfram áfram í úrslitakeppnina sem fram fer á laugardag. Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig með stakri prýði á sviðinu í Belgrad og sungu sig inn í lokakeppnina.

Alls komust 10 þjóðir áfram en auk Íslands komst Svíþjóð, Danmörk, Króatía, Úkraína, Albanía, Georgía, Lettland, Tyrkland og Portúgal í úrslitin.

Alls munu 25 þjóðir taka þátt á laugardag. Athygli vekur að allar Norðurlandaþjóðirnar komust áfram í ár, en Norðmenn og Finnar komust áfram úr fyrri undankeppninni sem fram fór í Belgrad á þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir