Ísland 11. í röðinni á laugardag

Regína Ósk og Friðrik Ómar á blaðamannafundi eftir undankeppnina í …
Regína Ósk og Friðrik Ómar á blaðamannafundi eftir undankeppnina í kvöld. mbl.is/Dagur

Ísland verður 11. landið í töfluröðinni í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í Belgrad á laugardag. Þar keppa 25 þjóðir. Friðrik Ómar og Regína Ósk sögðu á blaðamannafundi, sem nú stendur yfir í Belgrad, að þau væru afar glöð og ánægð með að vera komin í úrslitin.

Auk 20 landa, sem komust áfram í undankeppnunum tveimur í vikunni, taka Serbar, sem unnu á síðasta ári, og Bretar, Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar þátt í úrslitakeppninni en þessar fjórar þjóðir eiga þar föst sæti.

Ef marka má veðbanka munu Íslendingar eiga erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni. Flestir virðast veðja á sigur Rússa og að Serbar, Úkraínumenn, Grikkir og Svíar komi þar á eftir. 

Einn veðbankinn, VC Bet, býður upp á einskonar Norðurlandamót og þar eru Svíar taldir sigurstranglegastir, þá Norðmenn, Finnar og Íslendingar og Danir reka lestina.

Umfjöllun um veðbanka 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar