Eurobandið með þau Friðrik Ómar og Regínu Ósk í fararbroddi steig fyrst á svið í seinni undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva sem fram fer í Belgrad í Serbíu nú í kvöld. Atriðið tókst vel og nú eru örlög þeirra Regínu og Friðriks í höndum Evrópu.
10 þjóðir komast áfram úr hvorri undankeppni fyrir sig til að taka þátt í lokakeppninni sem fram fer á laugardag, en alls keppa 25 þjóðir á lokakvöldinu.