Sambandsslit yfirvofandi

Sienna Miller.
Sienna Miller. Reuters

Samband þeirra Siennu Miller og Rhys Ifans hangir á bláþræði að sögn vina þeirra. Mun Miller, sem er 26 ára gömul, vera orðin leið á hinum 39 ára Ifans og er því spáð að hún muni enda sambandið innan tíðar. Miller og Ifans trúlofuðu sig í mars síðastliðnum.

„Það er ömurlegt að horfa upp á þau. Rhys virðist afar ástfanginn af Miller en hún virðist hafa snúið baki við sambandinu.“ Ástæða vandræðanna kvað vera mikið vinnuálag þeirra beggja en Miller hefur undanfarið verið að leika í The Edge of Love með Keiru Knightley og Channing Tatum á sama tíma og Ifans hefur verið fastur heima í Bretlandi.

Vinur parsins tjáði tímaritinu Closer að Sienna hefði lofað því að eyða heilli viku með Ifans en þurft að hætta við á síðustu stundu sökum vinnu. Ifans mun svo ekki hafa tekið því vel þegar af Miller fréttist á skemmtistað í Los Angeles innan um hjartaknúsarana Jared Leto, Sean Penn og fyrrverandi kærasta Miller, Matthew Rhys, sem leikur á móti henni í The Edge of Love.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar