Ísland komst loks í úrslit

Regína Ósk og Friðrik Ómar glöð í bragði á blaðamannafundi …
Regína Ósk og Friðrik Ómar glöð í bragði á blaðamannafundi eftir undankeppnina í gærkvöldi. mbl.is/Dagur

„Það er ólýs­an­legt hvernig það er að standa á svona litlu sviði miðað við hvað það eru marg­ir að horfa og fylgj­ast með,“ sagði Friðrik Ómar Hjör­leifs­son í gær­kvöldi. „Maður ger­ir sér kannski ekki grein fyr­ir því fyrr en heim er komið og maður sér þetta í sjón­varp­inu eft­ir á.“

Hann og Regína Ósk Óskars­dótt­ir náðu að vinna sér inn sæti í loka­keppni Evr­óvi­sjón, en það hef­ur ís­lensk­um kepp­end­um ekki tek­ist síðan undan­keppn­irn­ar voru tekn­ar upp árið 2004. Friðrik Ómar var stadd­ur í fögnuði á hót­eli Eurobands­ins í Belgrad þegar blaðamaður náði af hon­um tali. Hverju þakk­ar hann að hafa náð þess­um áfanga, að vera kom­inn í aðal­keppni Evr­óvi­sjón á laug­ar­dag­inn?

Sig­ur­stund

„Við notuðum sömu til­finn­ingu og við feng­um þegar við unn­um heima, við fór­um með hana upp á svið þó svo við viss­um ekki hvernig færi. Ég held að það hafi verið sú sig­ur­stund sem geislaði af okk­ur. Það er Íslend­ing­um að þakka að við erum kom­in þetta langt. Það er þeirra vegna og okk­ar sjálfra sem við höf­um náð þess­um ár­angri,“ sagði Friðrik Ómar.

Hvernig met­ur hann sig­ur­lík­urn­ar í keppn­inni? „Þetta er hægt, Íslend­ing­ar geta náð ár­angri. Ísland get­ur al­veg unnið Evr­óvi­sjón. Við stefn­um á ekk­ert annað en sig­ur á laug­ar­dag­inn. Það er ekk­ert annað sem kem­ur til greina,“ sagði Friðrik Ómar. „Við erum ekki með nein­ar yf­ir­lýs­ing­ar en við hugs­um eins og sig­ur­veg­ar­ar, maður verður að gera það til þess að kom­ast áfram,“ sagði hann að lok­um.

Nýj­ar regl­ur höfðu áhrif

„Það eru all­ir í svaka stuði og rosa­lega ánægðir með þetta“ sagði Örlyg­ur Smári, höf­und­ur ís­lenska fram­lags­ins, í gær­kvöldi þegar úr­slit­in voru ljós. Hann er ekki viss hvað það var sem réð úr­slit­um um ár­ang­ur ís­lensku kepp­end­anna. „Maður veit svo sem ekki hvað Evr­ópa vill, en þetta er gott lag og flytj­end­urn­ir svaka­lega góðir.“ 

Ármann Skæringsson fagnaði með kærastanum.
Ármann Skær­ings­son fagnaði með kær­ast­an­um. mbl.is/​Dag­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir