Alls munu um 100 milljón Evrópubúar fylgjast með úrslitakvöldinu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Belgrad í Serbíu annað kvöld. Seinni undankeppni Evróvisjón fór fram í gær og þar sungu þau Friðrik Ómar og Regína Ósk sig inn í lokakeppnina líkt.
Þetta er í 53. sinn sem keppnin er haldin, og keppnin í ár er sú stærsta hingað til. 43 þjóðir sendu lag í keppnina. Tveimur undankeppnum er nú lokið og er nú ljóst hvaða 25 þjóðir muni berjast um Evróvisjón-titilinn í ár.
Friðrik Ómar og Regína Ósk segja að stuðningur þjóðarinnar skipti gríðarlega miklu máli og þakka fyrir þá góðu strauma sem hafa komið frá Íslandi.