Tyson og Maradona stálu senunni

Bandaríski hnefaleikakappinn Mike Tyson og argentínska fótboltahetjan Diego Maradona stálu senunni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, en sitt hvor heimildamyndin hefur verið gerð um líf þeirra félaga. Sjónvarp mbl fylgdist með kynningarfundum um myndirnar.

Tyson virtist óvenju auðmjúkur og sagði að athyglin sem honum hefði verið sýnd á hátíðinni í Cannes hefði komið sér á óvart. Hann sagðist varla hafa haft kjark til að sjá myndina um sig og hefði orðið hálf vandræðalegur því honum hefði fundist hann vera afar berskjaldaður á hvíta tjaldinu.

Maradona lét hinn þekkta leikstjóra Emir Kusturica, sem bæði skrifar handritið og leikstýrir heimildamyndinni um fótboltakappann, um að tala á blaðamannafundinum. Kusturica sagðist fátt hafa vitað um Maradona þegar hann byrjaði á verkefninu, en hann hefði komist að því þegar á leið að lífsviljinn væri svo sterkur að honum mætti líkja við nokkurs konar guð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir