Brúðarmeyjan mætir ekki

Jóakim Danaprins á æfingu brúðkaups síns og Marie Cavallier í …
Jóakim Danaprins á æfingu brúðkaups síns og Marie Cavallier í Mogeltonder í gær AP

Bróðir Marie Cavalliers, sem klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma mun ganga í hjónaband með Jóakim Danaprinsi, hefur afboðað komu sína og tveggja dætra sinna í brúðkaupið. Til stóð að önnur dætranna yrði brúðarmeyja. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ekki hefur verið greint frá því hver verður brúðarmeyja í  stað stúlkunnar eða hver ástæða afboðunarinnar er.

Mikil spenna er í Mogeltonder á sunnanverðu Jótlandi vegna brúðkaupsins en um 400 fjölmiðlamenn eru komnir í bæinn til að fylgist með því auk 300 gesta. Gestalistinn hefur ekki verið birtur en vitað er að Viktoría krónprinsessa Svía og kvikmyndaleikarinn Roger Moore verða á meðal gesta. 

Það hefur þó verið töluvert gagnrýnt í Danmörku að fjölmiðlar munu ekki hafa aðgang að brúðkaupsveislunni sem haldin er á kostnað danskra skattborgara í kvöld. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir