Danir hafa fengið nýja prinsessu

Jóakim og Marie ganga úr kirkju eftir hjónavígsluna.
Jóakim og Marie ganga úr kirkju eftir hjónavígsluna. Reuters

Dan­ir fengu nýja prins­essu í dag þegar Jóakim prins kvænt­ist Marie Ca­vallier í kirkj­unni í Møg­eltønd­er á Suður-Jótlandi. Erik Norm­an Svendsen, bisk­up, gaf brúðhjón­in sam­an en m.a. var sýnt beint frá hjóna­vígslunni í ís­lenska sjón­varp­inu. 

Jóakim felldi tár þegar brúðurin gekk í kirkju og síðan faðmaði hann syni sína, prins­ana Ni­kolaj og Fel­ix, sem voru í kirkj­unni ásamt Mar­gréti Dana­drottn­ingu og Hinrik prins, Friðrik krón­prins og Mary krón­prins­essu.

Nýgiftu hjón­in skipt­ust á hringj­um, sem bisk­up­inn rétti þeim. Hring­arn­ir voru ein­fald­ir úr 18 karata gulli en hring­ur brúðar­inn­ar var að auki með sex litl­um demönt­um. 

Við vígsluna voru sungn­ir og leikn­ir dansk­ir og fransk­ir sálm­ar en Marie er frönsk. Svendsen bisk­up þótti tala nokkuð op­in­skátt þegar hann lagði hjón­un­um lífs­regl­urn­ar. Hann sagði að þau hefðu bæði reynslu af skilnaði og verið ást­fang­in í öðrum áður en þau kynnt­ust. Jóakim prins ætti tvo syni af fyrra hjóna­bandi og því væri með þau, eins og mörg önn­ur hjón, að börn fylgdu með.

„Kæra Marie Ca­vallier. Þú get­ur bæði veitt prins­un­um tveim­ur hjálp­ar­hönd og bros, ekki síst þegar þeir dvelja í Schaken­borg þar sem þið Jóakim eigið heim­ili," sagði Svendsen.

  Eft­ir vígsluna gengu brúðhjón­in úr kirkju og inn í Bugatti bif­reið, ár­gerð 1941, sem flutt­ur hafði verið til Dan­merk­ur af þessu til­efni. Greini­legt var, að bíll­inn er ekki bú­inn nýj­asta meng­un­ar­varna­búnaði því svart­ur reyk­ur stóð aft­ur úr hon­um í akstr­in­um um göt­ur Møg­eltønd­er.

Jóakim og Marie kyssast framan við altarið í kirkjunni í …
Jóakim og Marie kyss­ast fram­an við alt­arið í kirkj­unni í Møg­eltønd­er. Reu­ters
Jóakim þurrkar tár þar sem hann stendur með sonum sínum …
Jóakim þurrk­ar tár þar sem hann stend­ur með son­um sín­um við alt­arið. Reu­ters
Marie og Jóakim.
Marie og Jóakim. Reu­ters
Meðal gesta var leikarinn Roger Moore og kona hans Kristina.
Meðal gesta var leik­ar­inn Roger Moore og kona hans Krist­ina. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Gætið þess að láta ekki áhuga ykkar á einhverri hugmynd verða að þráhyggju. Kaupin þín verða ekki af verra taginu þar sem þú hefur mikla hæfileika til að versla ódýrt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Gætið þess að láta ekki áhuga ykkar á einhverri hugmynd verða að þráhyggju. Kaupin þín verða ekki af verra taginu þar sem þú hefur mikla hæfileika til að versla ódýrt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell