Danir hafa fengið nýja prinsessu

Jóakim og Marie ganga úr kirkju eftir hjónavígsluna.
Jóakim og Marie ganga úr kirkju eftir hjónavígsluna. Reuters

Danir fengu nýja prinsessu í dag þegar Jóakim prins kvæntist Marie Cavallier í kirkjunni í Møgeltønder á Suður-Jótlandi. Erik Norman Svendsen, biskup, gaf brúðhjónin saman en m.a. var sýnt beint frá hjónavígslunni í íslenska sjónvarpinu. 

Jóakim felldi tár þegar brúðurin gekk í kirkju og síðan faðmaði hann syni sína, prinsana Nikolaj og Felix, sem voru í kirkjunni ásamt Margréti Danadrottningu og Hinrik prins, Friðrik krónprins og Mary krónprinsessu.

Nýgiftu hjónin skiptust á hringjum, sem biskupinn rétti þeim. Hringarnir voru einfaldir úr 18 karata gulli en hringur brúðarinnar var að auki með sex litlum demöntum. 

Við vígsluna voru sungnir og leiknir danskir og franskir sálmar en Marie er frönsk. Svendsen biskup þótti tala nokkuð opinskátt þegar hann lagði hjónunum lífsreglurnar. Hann sagði að þau hefðu bæði reynslu af skilnaði og verið ástfangin í öðrum áður en þau kynntust. Jóakim prins ætti tvo syni af fyrra hjónabandi og því væri með þau, eins og mörg önnur hjón, að börn fylgdu með.

„Kæra Marie Cavallier. Þú getur bæði veitt prinsunum tveimur hjálparhönd og bros, ekki síst þegar þeir dvelja í Schakenborg þar sem þið Jóakim eigið heimili," sagði Svendsen.

  Eftir vígsluna gengu brúðhjónin úr kirkju og inn í Bugatti bifreið, árgerð 1941, sem fluttur hafði verið til Danmerkur af þessu tilefni. Greinilegt var, að bíllinn er ekki búinn nýjasta mengunarvarnabúnaði því svartur reykur stóð aftur úr honum í akstrinum um götur Møgeltønder.

Jóakim og Marie kyssast framan við altarið í kirkjunni í …
Jóakim og Marie kyssast framan við altarið í kirkjunni í Møgeltønder. Reuters
Jóakim þurrkar tár þar sem hann stendur með sonum sínum …
Jóakim þurrkar tár þar sem hann stendur með sonum sínum við altarið. Reuters
Marie og Jóakim.
Marie og Jóakim. Reuters
Meðal gesta var leikarinn Roger Moore og kona hans Kristina.
Meðal gesta var leikarinn Roger Moore og kona hans Kristina. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir