Eurovision: Topp tíu

„Þau voru ferlega flott og þetta var alveg pottþétt frammistaða hjá þeim,“ segir Pálmi Gunnarsson, sem var ekkert sérstaklega hissa á því að íslenska lagið kæmist áfram.

„En þessi keppni, ef keppni skal kalla, er orðin svo skrítin að þarna eru oft algjörar súper-lagasmíðar sem eiga enga möguleika út af einhverri togstreitu á milli landa. Þannig að maður getur aldrei verið pottþéttur í þessu út frá tónlistarlegum eða faglegum sjónarmiðum.“

Eins og svo margir Íslendingar er Pálmi bjartsýnn á gott gengi í kvöld.

„Miðað við hvað þau virðast ná vel til fólks með framkomu sinni segi ég einhvers staðar á milli eitt til tíu. En ég yrði ekkert hissa á að þau lentu í fimmta sæti, bara til að segja eitthvað,“ segir Pálmi.

En hvaða lög í keppninni hafa höfðað mest til hans?

„Það er nettur rokk-hundur í mér þannig að alltaf þegar ég heyri eitthvert rokk vona ég að það nái árangri. Þannig að ég hafði svolítið gaman af tyrkneska laginu, en svo spá náttúrulega margir þessari kynbombu frá Úkraínu góðum árangri. Hún er náttúrulega ferlega flott og átti sviðið algjörlega, þannig að það kæmi mér ekki á óvart þótt hún tæki þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir