„Fegin að Dustin datt út"

Atgangur blaðaljósmyndara var mikill á blaðamannafundinum.
Atgangur blaðaljósmyndara var mikill á blaðamannafundinum. mbl.is/Dagur

„Íslenska lagið er mjög grípandi og evróvisjónlegt, svona lögum gengur yfirleitt vel hérna,”sagði Charlotte Perelli sem keppir fyrir Svíþjóð í Evróvisjón í kvöld um íslenska lagið. Charlotte veitti blaðamanni Fréttavefjar Morgunblaðsins einkaviðtal í Belgrad í gær.

Eftir samnorrænan blaðamannafund sem næstum rann út í sandinn vegna æsings og skipulagsleysis veitti Charlotte einum blaðamanni frá hverju landi Norðurlandanna einkaviðtal.

Myndi ekki hlaða Teräsbetoni í spilarann

Charlotte lofaði lög hinna landanna í hástert og uppáhaldið reyndist vera norska lagið. „Það eina sem ég myndi ekki hlusta á er Finnland, en mér finnst frábært að svona lög eru með í keppninni, það gerir hana skemmtilegri þó að þau falli ekki að mínum tónlistarsmekk,” sagði Charlotte.

Charlotte sem vann eins og frægt er orðið 1999 þegar Selma náði lengst allra Íslendinga í keppninni og telur að til að vinna þurfi svo margt að smella saman. „Fólk þarf að fíla lagið og það þarf líka að vera í réttu stuði. Ég hef unnið áður og veit að það er erfitt og að það er svo margt sem spilar inn í og ræður því hvaða lag vinnur,” sagði Charlotte.

Það er mikill áhug á Charlotte og hennar lagi hér í Belgrad og jú hún hafði ekki farið varhluta af því sjálf. „Já, BBC setur okkur í fyrsta sætið og vissulega fylgir svona umfjöllun aukið álag en það er líka uppörvandi, það hefði verið mjög leiðinlegt ef engum hefði líkað við það sem maður er að gera,” sagði Charlotte.

Ekki hrifin af Dustin 

En hvað skyldi Charlotte hafa fundist um handbrúðuna Dustin frá Írlandi? „Ég sá hann aldrei á sviðinu en ég hef séð myndbandið hans og ég verð að segja að það gleður mig að alvöru lög skyldu komast áfram því það er það sem þessi keppni á að ganga út á, fremur en atriði sem ganga út á háð og spott,” sagði Charlotte.

Charlotte segist einungis einu sinni hafa komið til Íslands svo markvert sé þó að hún hafi millilent þar mörgum sinnum en hún stoppaði stutt og vill gjarnan skoða sig betur um næst. „Ég hef spjallað við íslensku keppendurna í ár og þau eru alveg frábær og svo þekki ég Eirík Hauksson, við vorum saman í Beat for beat þáttunum í Noregi og Inför þáttunum í Svíþjóð og hann er alveg stórkostlegur og ótrúlega góður söngvari,” sagði Charlotte að lokum.

Charlotte var ánægð með Eirík Hauksson en ekki Dustin kalkún.
Charlotte var ánægð með Eirík Hauksson en ekki Dustin kalkún. mbl.is/Dagur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar