Ísland endaði í 14. sæti

Regína Ósk og Friðrik Ómar á sviðinu í Belgrad í …
Regína Ósk og Friðrik Ómar á sviðinu í Belgrad í kvöld. AP

Íslenska Eurovisi­on­lagið This is your Life endaði í 14. sæti í Belgrad í kvöld.  Ísland fékk sex stig frá Bret­um í at­kvæðagreiðslu söngv­akeppn­inn­ar nú í kvöld og tvö stig frá Lett­um. Þá fékk það átta stig frá Norðmönn­um og Portú­göl­um, fjög­ur frá Spán­verj­um og sex frá Möltu. Finn­ar gáfu ís­lenska lag­inu sjö stig, Sví­ar gáfu því átta stig. Dan­ir, sem greiddu at­kvæði síðast­ir, gáfu ís­lenska lag­inu 12 stig.

Tyrk­ir, Grikk­ir, og Rúss­ar börðust um efstu sæt­in  fram­an af at­kvæðagreiðslunni en síðan komust Úkraína og Armen­ía einnig í topp­bar­átt­una. Rúss­ar sigu síðan framúr á loka­sprett­in­um og unnu nokkuð ör­ugg­lega og fengu 272 stig. Rúss­neski söngv­ar­inn Dima Bil­an söng lagið Believe að þessu sinni en með hon­um dansaði skauta­dans­ar­inn Jev­gení Plus­hen­ko og ung­verski fiðluleik­ar­inn Ed­vin Mart­on lék und­ir á Stra­di­varius­fiðlu. Bil­an, sem nýt­ur mik­illa vin­sælda í Rússlandi og öðrum fyrr­um Sov­ét­lýðveld­um, varð í öðru sæti í keppn­inni fyr­ir tveim­ur árum þegar finnska skrímslahljóm­sveit­in Lordi vann nokkuð óvænt.

Í öðru og þriðja sæti urðu lög­in frá Úkraínu og Grikklandi. 

Nor­eg­ur hlaut lang­flest stig af Norður­lönd­un­um og var megnið af at­kvæðagreiðslunni í kring­um fimmta sæti og endaði þar með 182 stig. Ísland fékk 64 stig í 14. sæti, Dan­mörk fékk 60 stig í 15. sæti, Svíþjóð 47 stig í 18. sæti og Finn­land 35 stig í 22. sæti.

Íslend­ing­ar gáfu Sví­um þrjú stig, Finn­um sjö stig, Frökk­um átta stig, Norðmönn­um tíu stig og Dön­um tólf stig.  

Úrslit­in í Eurovisi­on söngv­akeppn­inni 

Dima Bilan frá Rússlandi syngur til sigurs í Belgrad í …
Dima Bil­an frá Rússlandi syng­ur til sig­urs í Belgrad í kvöld. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell