Ísland varð í 8. sæti í undankeppninni

Regína Ósk og Friðrik Ómar á sviðinu í Belgrad í …
Regína Ósk og Friðrik Ómar á sviðinu í Belgrad í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í kvöld. Reuters

Íslendingar urðu í áttunda sæti í síðari undankeppni Eurovison söngvakeppninnar í Belgrad á fimmtudag en stigin voru birt í kvöld eftir að úrslitin í lokakeppninni lágu fyrir. Athygli vekur, að Svíar, sem spáð var velgengni, lentu í 12. sæti í sínum riðli í undankeppninni en 10 þjóðir fóru áfram úr hvorum riðli í úrslitin. Sérstök dómnefnd valdi sænska lagið í úrslitin.

Í riðli Íslands í undankeppninni fengu Úkraínumenn 152 stig í 1. sæti, Portúgalar voru í 2. sæti með 120 stig, Danir og Króatar í í 3.-4.  sæti með 112 stig, Georgíumenn í 5. sæti með 107 stig, Lettar í 6. sæti með 86 stig, Tyrkir í 7. sæti með 85 stig, Íslendingar í 8. sæti með 68 stig, Albanar í 9. sæti með 67 stig og Svíar í 10. sæti með 54 stig.

Danir og Svíar gáfu  Íslendingum 10 stig, Frakkar 8 og Ungverjar 7 svo nokkuð sé nefnt. Íslendingar gáfu Dönum 12 stig eins og í úrslitunum, Portúgölum 10 og Svíum 8 stig.

Úrslit undankeppninnar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir