Konunglegt brúðkaup í Danmörku

Hin franska Marie Cavallier, kemur til lokaæfingar brúðkaupsins í gær.
Hin franska Marie Cavallier, kemur til lokaæfingar brúðkaupsins í gær. AP

Hátíðarstemn­ing er í Dan­mörku en þar mun Jóakim prins ganga að eiga unn­ustu sína Marie Ca­vallier klukk­an þrjú að ís­lensk­um tíma. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Lokaæf­ing vegna vígslunn­ar var hald­in í Møg­eltønd­er kirkju á sunn­an­verðu Jótlandi í gær en þar mun brúðkaupsvígsl­an fara fram. Fjöl­miðlar fengu ekki að vera viðstadd­ir æf­ing­una en greint hef­ur verið frá því að hún hafi ekki gengið snurðulaust fyr­ir sig þar sem Jóakim hafi m.a. gleymt hring­un­um á búg­arði sín­um Schacken­borg.

Þá er því haldið fram í dag­blaðinu Ekstra Bla­det að mun fleira hafi farið úr­skeiðis áæf­ing­unni. „Þetta fór allt til fjand­ans. Sam­skipt­in, tíma­setn­ing­in, allt sem gat farið úr­skeiðis gerði það, seg­ir Palle Christen­sen, selló­leik­ar í hljóm­sveit­inni Sønd­erjyl­l­ands Sym­foni­or­kester, í viðtali við blaðið til Ekstra Bla­det i dag.

Fyrr í vik­unni vakti það at­hygli er Marie, sem er frönsk en alin upp í Sviss, mælti í fyrsta sinn op­in­ber­lega á danska tungu. Hún mun verða önn­ur eig­in­kona Jóakims en áður var hann kvænt­ur hinni bresk-kín­versku Al­exöndru og eiga þau tvo syni, Ni­kolaj og Fel­ix.

Gert er ráð fyr­ir Marie Ca­vallier komi til Møg­eltønd­er kirkju klukk­an klukk­an 14.58 að ís­lensk­um tíma og að at­höfn­in hefj­ist klukk­an 15:00. Henni verður sjón­varpað beint í ís­lenska Rík­is­út­varp­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Ástand hlutanna segja til um hvernig þú hefur hugsað undanfarið. Forðastu umfram allt að berja höfðinu við steininn þegar um viðurkenndar staðreyndir er að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Ástand hlutanna segja til um hvernig þú hefur hugsað undanfarið. Forðastu umfram allt að berja höfðinu við steininn þegar um viðurkenndar staðreyndir er að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver