Konunglegt brúðkaup í Danmörku

Hin franska Marie Cavallier, kemur til lokaæfingar brúðkaupsins í gær.
Hin franska Marie Cavallier, kemur til lokaæfingar brúðkaupsins í gær. AP

Hátíðarstemning er í Danmörku en þar mun Jóakim prins ganga að eiga unnustu sína Marie Cavallier klukkan þrjú að íslenskum tíma. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Lokaæfing vegna vígslunnar var haldin í Møgeltønder kirkju á sunnanverðu Jótlandi í gær en þar mun brúðkaupsvígslan fara fram. Fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir æfinguna en greint hefur verið frá því að hún hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig þar sem Jóakim hafi m.a. gleymt hringunum á búgarði sínum Schackenborg.

Þá er því haldið fram í dagblaðinu Ekstra Bladet að mun fleira hafi farið úrskeiðis áæfingunni. „Þetta fór allt til fjandans. Samskiptin, tímasetningin, allt sem gat farið úrskeiðis gerði það, segir Palle Christensen, sellóleikar í hljómsveitinni Sønderjyllands Symfoniorkester, í viðtali við blaðið til Ekstra Bladet i dag.

Fyrr í vikunni vakti það athygli er Marie, sem er frönsk en alin upp í Sviss, mælti í fyrsta sinn opinberlega á danska tungu. Hún mun verða önnur eiginkona Jóakims en áður var hann kvæntur hinni bresk-kínversku Alexöndru og eiga þau tvo syni, Nikolaj og Felix.

Gert er ráð fyrir Marie Cavallier komi til Møgeltønder kirkju klukkan klukkan 14.58 að íslenskum tíma og að athöfnin hefjist klukkan 15:00. Henni verður sjónvarpað beint í íslenska Ríkisútvarpinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar