Konunglegt brúðkaup í Danmörku

Hin franska Marie Cavallier, kemur til lokaæfingar brúðkaupsins í gær.
Hin franska Marie Cavallier, kemur til lokaæfingar brúðkaupsins í gær. AP

Hátíðarstemn­ing er í Dan­mörku en þar mun Jóakim prins ganga að eiga unn­ustu sína Marie Ca­vallier klukk­an þrjú að ís­lensk­um tíma. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Lokaæf­ing vegna vígslunn­ar var hald­in í Møg­eltønd­er kirkju á sunn­an­verðu Jótlandi í gær en þar mun brúðkaupsvígsl­an fara fram. Fjöl­miðlar fengu ekki að vera viðstadd­ir æf­ing­una en greint hef­ur verið frá því að hún hafi ekki gengið snurðulaust fyr­ir sig þar sem Jóakim hafi m.a. gleymt hring­un­um á búg­arði sín­um Schacken­borg.

Þá er því haldið fram í dag­blaðinu Ekstra Bla­det að mun fleira hafi farið úr­skeiðis áæf­ing­unni. „Þetta fór allt til fjand­ans. Sam­skipt­in, tíma­setn­ing­in, allt sem gat farið úr­skeiðis gerði það, seg­ir Palle Christen­sen, selló­leik­ar í hljóm­sveit­inni Sønd­erjyl­l­ands Sym­foni­or­kester, í viðtali við blaðið til Ekstra Bla­det i dag.

Fyrr í vik­unni vakti það at­hygli er Marie, sem er frönsk en alin upp í Sviss, mælti í fyrsta sinn op­in­ber­lega á danska tungu. Hún mun verða önn­ur eig­in­kona Jóakims en áður var hann kvænt­ur hinni bresk-kín­versku Al­exöndru og eiga þau tvo syni, Ni­kolaj og Fel­ix.

Gert er ráð fyr­ir Marie Ca­vallier komi til Møg­eltønd­er kirkju klukk­an klukk­an 14.58 að ís­lensk­um tíma og að at­höfn­in hefj­ist klukk­an 15:00. Henni verður sjón­varpað beint í ís­lenska Rík­is­út­varp­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það eru einhverjir sem geta ekki stillt sig um að reyna að gera þér lífið leitt. Hvernig væri að taka frí í vinnunni og lyfta sér upp? Vingastu við náungann og hlæðu dátt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það eru einhverjir sem geta ekki stillt sig um að reyna að gera þér lífið leitt. Hvernig væri að taka frí í vinnunni og lyfta sér upp? Vingastu við náungann og hlæðu dátt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver