Winehouse í meðferð til Ísraels

Amy Winehouse.
Amy Winehouse. AP

Greint hefur verið frá því að söngkonan Amy Winehouse muni leita sér hjálpar vegna fíkniefnaneyslu sinnar í Ísrael á næstu vikum. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Haft er eftir Eliezer Cohen, talsmanni ísraelskra heilbrigðisyfirvalda í blaðinu Jewish Chronicle sem gefið er út í London að hún muni gangast undir læknismeðferð sem sé stutt og áhrifarík.

 „Rætt hefur verið við virta ísraelska stofnun og ísraelskan prófessor sem stjórnar mjög sérstakri og árangursmikilli meðferð,” segir hann. „Hún hefur beðið um að fá að koma þar sem hún telur þessa meðferð henta sér." 

Staðhæft er í The Chronicle að um sé að ræða prófessorinn Dr. Andre Waismann en meðferðin sem hann stjórnar byggir á þriggjja daga einangrunartímabili þar sem sjúklingurinn er undir áhrifum deyfilyfja. „Allir sjúklingar mínir hafa útskrifast heilbrigðir,” segir hann í viðtali við The Chronicle. „Það ríkir misskilningur varðandi fikn. Fólk heldur að það sé félagsfræðilegt og geðrænt vandamál en það er í raun taugatengt."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup