Love segist illa svikin

Courtney Love.
Courtney Love. Reuters

Courtney Love ásakar lögfræðing sinn og endurskoðanda um að hafa svikið út úr henni fé. Love er fyrrum söngkona hljómsveitarinnar Hole og hefur einnig reynt fyrir sér sem leikkona. Hún er þó hvað þekktust fyrir að vera ekkja tónlistarmannsins Kurt Cobain. Hún hefur nú birt hjálparbeiðni á MySpace-síðu sinni og biður aðdáendur sína um að aðstoða sig við að finna í stöðurnar nýja menn sem hún getur treyst.

Hún segir lögfræðinginn hafa gefið út ávísanir upp á rúmar 150 milljónir króna án heimildar meðan hún var stödd á Bretlandi og stungið stærstum hluta þeirrar upphæðar undan. Hún segir að hann hafi síðan af tómum kvikindisskap fengið endurskoðandann vin sinn til þess að borga fimmfalt hærri skatta í hennar nafni en yfirvöld fóru fram á.

Hún segist nú hafa lagt fram formlega kæru. „Lögreglumaðurinn sagði að á 28 ára ferli hefði hann aldrei séð svona gróf svik, aldrei nokkurn tíma. Ég er meistarinn,“ sagði Love að lokum á heimasíðu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir