Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry

Dima Bilan fagnar sigri í Belgrad í gærkvöldi.
Dima Bilan fagnar sigri í Belgrad í gærkvöldi. Reuters

Sir Terry Wog­an, sem hef­ur lýst Eurovisi­on söngv­akeppn­inni fyr­ir BBC eins lengi og elstu menn muna, er nóg boðið eft­ir keppn­ina í gær­kvöldi og seg­ist vera að íhuga að hætta þar sem söngv­akeppn­in sé ekki leng­ur tón­list­ar­keppni held­ur póli­tísk áhrifa­keppni.

Sir Terry seg­ir við frétta­vef BBC, að Evr­ópupóli­tík sé orðin ráðandi í keppn­inni. „Rúss­ar áttu frá upp­hafi að verða hinir póli­tísku sig­ur­veg­ar­ar," seg­ir hann.

Dima Bil­an, full­trúi Rússa, vann keppn­ina með nokkr­um yf­ir­burðum og fékk m.a. 12 stig frá Lett­landi, Eistlandi, Lit­há­en, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Armen­íu, sem allt eru fyrr­um Sov­ét­lýðveldi. Það voru aðeins Vest­ur-Evr­ópuþjóðir á borð við Ísland og Svíþjóð sem ekki gáfu Rúss­um stig. 

Bret­inn  Andy Abra­ham endaði hins veg­ar í 25. og síðasta sæti og fékk aðeins stig frá Írlandi og San Mar­ino. Wog­an sagði þessa niður­stöðu valda mikl­um von­brigðum þar sem Abra­ham hefði staðið sig afar vel og átt skilið fleiri stig.

Wog­an sagði, að Vest­ur-Evr­ópuþjóðir yrðu að íhuga hvort þær vilji taka þátt í keppn­inni hér eft­ir vegna þess, að mögu­leik­ar þeirra á sigri séu afar litl­ir.

Ítal­ar og Aust­ur­rík­is­menn tóku ekki þátt í ár og fyr­ir nokkr­um mánuðum sagði Wolfgang Lor­enz, út­varps­stjóri aust­ur­ríska rík­is­út­varps­ins ORF, að Eurovisi­on end­ur­speglaði greini­lega hina flóknu stöðu í sam­einaðri Evr­ópu. Keppn­in snú­ist ekki leng­ur um gæði lag­anna held­ur hvaða þjóð býður þau fram.

„Á meðan söngv­akeppn­in er aðeins póli­tísk skrúðganga en ekki alþjóðleg­ur skemmtiþátt­ur hef­ur ORF ekki áhuga á að senda lista­menn í keppni sem þeir eiga enga mögu­leika á að vinna."  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell