Partí hjá Páli Óskari

Páll Óskar í góðum gír á NASA.
Páll Óskar í góðum gír á NASA. mbl.is/Jón Svavarsson

Páll Óskar hélt sitt árlega Evróvisjónpartí á laugardagskvöldið á NASA. Hann spilaði alla helstu Evróvisjón-smelli sögunnar, bæði innlenda og erlenda, fyrir troðfullu húsi. Áhorfendur kunnu mörg lögin utan að og tóku vel undir.

Sumir af vinsælustu flytjendum Íslendinga í Evróvisjón komu fram um kvöldið og sungu lögin sín, til dæmis Selma Björnsdóttir með „All Out of Luck,“ Birgitta Haukdal tók „Segðu mér allt“ og Eyjólfur Kristjánsson söng „Nínu“.

Haffi Haff kom og flutti hið vinsæla „Wiggle Wiggle Song“ sem mikið hefur hljómað á öldum ljósvakans síðan að undankeppnin fór fram, enda margir sem vildu að hann færi út til Serbíu. Ómögulegt er að spá um árangurinn í keppninni ef svo hefði farið, en áhorfendur á NASA kunnu vel að meta hann.

Helga Möller og Pálmi Gunnarsson tóku m.a. lagið.
Helga Möller og Pálmi Gunnarsson tóku m.a. lagið. mbl.is/Jón Svavarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar