Ný bók um njósnara hennar hátignar, James Bond, mun líta dagsins ljós fljótlega. Rúmlega 40 ár eru liðin síðan síðasta bókin eftir Ian Fleming var gefin út.
Bókin mun bera titilinn Devil May Care og er hún eftir Sebastian Faulks. Þetta mun vera 15 bókin um breska njósnarann. Söguþráðurinn er sem stendur vel varðveitt leyndarmál en búið er að gefa út að hún mun vera mjög í anda Ian Fleming.
Það eina sem vitað er um bókina er að hún gerist á tímum Kalda stríðsins og Bond mun ferðast til Parísar, Lundúna og Miðausturlanda, að því er fram kemur á fréttavef BBC.