Sidney Pollack látinn

Kvikmyndaleikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Sydney Pollack er látinn 73 ára að aldri.  

Pollack hlaut Óskarsverðlaun fyrir að framleiða og leikstýra stórmyndinni Out of Africa með þeim Robert Redford og Meryl Streep árið 1985. Hann leikstýrði fleiri myndum með Redford, þ.á.m. Jeremiah Johnson, The Way We Were og Three Days of the Condor.  

Pollack leikstýrði og lék í myndinni Tootsie árið 1982 en þar lék Dustin Hoffman klæðskipting og Pollack lék umboðsmann hans. Pollack lék í ófáum myndum og ekki bara í þeim sem hann leikstýrði. Hann lék m.a. í myndum eftir leikstjóra á borð við Robert Altman, Stanley Kubrick og Woody Allen. Hann leit á það sem góða leið til að kynnast vinnubrögðum annarra leikstjóra.  

Pollack lést í gær vegna krabbameins sem hann greindist með fyrir 10 mánuðum.

Sydney Pollack
Sydney Pollack
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar