Bítillinn Sir Paul McCartney mætti í fyrsta skipti með unnustuna á opinberum vettvangi á mánudag er hann tók við heiðursgráðu í tónlist frá hinum virta Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Fregnir hafa birst í fjölmiðlum undanfarið um samband hans og Nancy Shevell. Nýja unnustan er vellauðug og situr í stjórn almenningssamgangnakerfis New York ríkis.
McCartney, sem nú getur kallað sig dr. Paul, hélt enga ræðu sjálfur við athöfnina, en hann var einn af átta afreksmönnum sem fengu heiðursnafnbót frá skólanum, en um 3000 nemar voru útskrifaðir einnig frá Yale-háskóla.