Myndband Sigur Rósar bannað

Skjámynd af myndbandi Sigur Rósar.
Skjámynd af myndbandi Sigur Rósar.

Vefsíðan YouTu­be hef­ur lokað fyr­ir nýtt mynd­band Sig­ur Rós­ar vegna nekt­ar. Skíf­an TV spil­ar það ekki á dag­inn. Mynd­band Sig­ur Rós­ar, við nýja lagið Gobbledigook, var sett á netið í fyrra­dag á heimasíðu þeirra og YouTu­be.

„Þetta er al­veg dæmi­gert,“ seg­ir Orri Páll Dýra­son, tromm­ari Sig­ur Rós­ar. „Við bjugg­umst al­veg við ein­hverju svona. Það virðist vera allt í lagi að sýna fá­klædd­ar kon­ur að glenna sig, eins lengi og það er ein­hver pjatla fyr­ir pík­unni á þeim, og að maður tali ekki um það of­beldi sem er leyft að sýna. Þarna er bara fal­legt fólk að leika sér í sak­leysi sínu, ekk­ert gróft.“

 Mynd­bandið er gert af þeim Sigga Kjart­ans og Stefáni Árna (kalla sig Árni&Kinski) eft­ir ljós­mynd­um Ry­ans McG­in­leys sem er þekkt­ur fyr­ir list­ræn­ar nekt­ar­mynd­ir í sak­laus­ari kant­in­um.

Í mynd­band­inu má sjá hóp af nöktu ungu fólki í leikj­um í skógi, í vatni og á strönd. Eng­ar til­raun­ir eru gerðar til þess að hylja kyn­færi og stang­ast það á við siðferðis­regl­ur YouTu­be sem bann­ar nekt með öllu. Sömu regl­ur gilda um spil­un mynd­banda í sjón­varpi í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir