Myndband Sigur Rósar bannað

Skjámynd af myndbandi Sigur Rósar.
Skjámynd af myndbandi Sigur Rósar.

Vefsíðan YouTube hefur lokað fyrir nýtt myndband Sigur Rósar vegna nektar. Skífan TV spilar það ekki á daginn. Myndband Sigur Rósar, við nýja lagið Gobbledigook, var sett á netið í fyrradag á heimasíðu þeirra og YouTube.

„Þetta er alveg dæmigert,“ segir Orri Páll Dýrason, trommari Sigur Rósar. „Við bjuggumst alveg við einhverju svona. Það virðist vera allt í lagi að sýna fáklæddar konur að glenna sig, eins lengi og það er einhver pjatla fyrir píkunni á þeim, og að maður tali ekki um það ofbeldi sem er leyft að sýna. Þarna er bara fallegt fólk að leika sér í sakleysi sínu, ekkert gróft.“

 Myndbandið er gert af þeim Sigga Kjartans og Stefáni Árna (kalla sig Árni&Kinski) eftir ljósmyndum Ryans McGinleys sem er þekktur fyrir listrænar nektarmyndir í saklausari kantinum.

Í myndbandinu má sjá hóp af nöktu ungu fólki í leikjum í skógi, í vatni og á strönd. Engar tilraunir eru gerðar til þess að hylja kynfæri og stangast það á við siðferðisreglur YouTube sem bannar nekt með öllu. Sömu reglur gilda um spilun myndbanda í sjónvarpi í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir