Myndband Sigur Rósar bannað

Skjámynd af myndbandi Sigur Rósar.
Skjámynd af myndbandi Sigur Rósar.

Vefsíðan YouTube hefur lokað fyrir nýtt myndband Sigur Rósar vegna nektar. Skífan TV spilar það ekki á daginn. Myndband Sigur Rósar, við nýja lagið Gobbledigook, var sett á netið í fyrradag á heimasíðu þeirra og YouTube.

„Þetta er alveg dæmigert,“ segir Orri Páll Dýrason, trommari Sigur Rósar. „Við bjuggumst alveg við einhverju svona. Það virðist vera allt í lagi að sýna fáklæddar konur að glenna sig, eins lengi og það er einhver pjatla fyrir píkunni á þeim, og að maður tali ekki um það ofbeldi sem er leyft að sýna. Þarna er bara fallegt fólk að leika sér í sakleysi sínu, ekkert gróft.“

 Myndbandið er gert af þeim Sigga Kjartans og Stefáni Árna (kalla sig Árni&Kinski) eftir ljósmyndum Ryans McGinleys sem er þekktur fyrir listrænar nektarmyndir í saklausari kantinum.

Í myndbandinu má sjá hóp af nöktu ungu fólki í leikjum í skógi, í vatni og á strönd. Engar tilraunir eru gerðar til þess að hylja kynfæri og stangast það á við siðferðisreglur YouTube sem bannar nekt með öllu. Sömu reglur gilda um spilun myndbanda í sjónvarpi í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar