Dansiball bara fyrir einhleypa

„Nei, það eru ekki all­ir bún­ir að vera með öll­um, en það hafa þó ein­hverj­ir meðlim­ir byrjað sam­an,“ seg­ir Hulda Birna Blön­dal, meðlim­ur í Sóló­klúbbn­um, fé­lags­sam­tök­um ein­hleypra á Íslandi 30 ára og eldri, sem halda ball fyr­ir ein­hleypa á skemmti­staðnum Primo í Kefla­vík á laug­ar­dag­inn.

Nýj­ung á Íslandi

„Ég man ekki til þess og ekki held­ur þeir sem ég hef ráðfært mig við. Ein­hvern tím­ann verður allt fyrst. Það er auðvitað spurn­ing hvenær viðkom­andi er ein­hleyp­ur og hvenær ekki, en við miðum við sam­búð, það er auðveld­ast þannig.“

Sam­tök­in voru stofnuð form­lega 17. fe­brú­ar 2007 upp úr fé­lags­skap ein­stæðra mæðra.

Hlut­verk klúbbs­ins er, að sögn Huldu Birnu, ekki endi­lega að finna hverj­um og ein­um fé­lags­manni lífs­föru­naut, held­ur að hafa ofan af fyr­ir þeim með alls kyns fé­lags­starf­semi. „Við hitt­umst á hverj­um sunnu­degi á Kaffi Katalínu í Kópa­vogi frá 14 til 16. Þá för­um við einnig í fjall­göng­ur, sund­ferðir, bíó­ferðir, leik­hús­ferðir, pöbbarölt, höld­um grill­veisl­ur og allt hvað eina,“ seg­ir Hulda Birna og býður blaðamanni inn­göngu þar sem sár­lega vant­ar fleiri karl­menn. „Kynja­hlut­fallið er helst til of ójafnt, þar sem mun fleiri kon­ur eru í klúbbn­um.“ (Blaðamaður þurfti eng­ar frek­ari for­töl­ur og skráði sig sam­stund­is).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka