Myndin Hux eftir Arnar Már Brynjarsson hlaut fyrstu verðlaun í stuttmyndasamkeppninni Stuttmyndadagar í Reykjavík en alls voru 40 myndir sendar inn í keppnina.
Í öðru sæti var Monsieur Hyde eftir Veru Sölvadóttir, 3.sæti Post it eftir Hlyn Pálmason. Áhorfendaverðlaunin fékk Uniform Sierra, leikstjóri Sigríður Soffía Níelsdóttir
Hátíðin fór að þessu sinni fram í Kringlubíói. Hátíðin er keppni um bestu stuttmyndina og voru veitt þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar, 100.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 75.000 kr. fyrir annað sætið og 50.000 kr. fyrir þriðja sætið.
Í dómnefnd sátu Marteini Þórsson, Gunnari B. Guðmundsson, og Jóhanni Ævar Grímsson. Verðlaunamyndin tekur þátt í Short Film Corner á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2009.