Björk og Sigur Rós með útitónleika í Reykjavík

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Ómar

Björk Guðmundsdóttir, hljómsveitin Sigur Rós, Ólöf Arnalds og erlendir gestir munu koma fram á útitónleikum í Reykjavík laugardaginn 28. júní næstkomandi. Nákvæm staðsetning tónleikanna verður kynnt síðar, en þeir verða haldnir til að vekja fólk til vitundar um umhverfismál á Íslandi.

„Þótt hvorki ég né Sigur Rósar-menn séum einhverjir sérfræðingar um náttúruna, og engir stjórnmálamenn heldur, þá ferðumst við rosalega mikið og vitum mikið um ímynd Íslands erlendis, og hvað við erum aftarlega á merinni í þessum grænu málum,“ segir Björk um tilurð tónleikanna. „Ég fór til dæmis til Suður-Ameríku í tvo mánuði og þar sá maður fátæklinga í endurvinnslu. Við megum ekki vera 30 árum á eftir, við verðum að vera samtaka í þessu, og helst ættum við auðvitað að vera fremst.“

Björk segir að verið sé að eyðileggja ímynd Íslands með stöðugri fjölgun álvera hér á landi. „Ef það á að byggja álver í Helguvík verður það það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur til Íslands, og svo keyrir það framhjá Straumsvík. Það er bara verið að skjóta sig í fótinn og þetta er rosalega mótsagnakennt. Þetta er bæði slæmt fyrir framtíð okkar sem grænt land, en einnig upp á ferðamannaþjónustuna. Þetta er meira að segja slæmt fyrir okkur listamennina sem erum að ná árangri erlendis, það gengur mikið út á að við séum hrein, tengd náttúrunni og fleira í þeim dúr.“

Björk segir mikilvægt að hafa jákvæðnina að leiðarljósi í baráttu sem þessari.

„Margir bardagar fyrir náttúrunni enda á því að verða mjög neikvæðir og fara út í skítkast. Við ætlum ekki út í það, við erum ekki að segja að þetta og hitt sé bannað, heldur frekar að spyrja „hvað með alla þessa þarna möguleika?“. 21. öldin verður ekki olíuöld heldur öld þegar við þurfum að endurvinna, hugsa grænt og hanna bæði virkjanir og umhverfi okkar í samvinnu við náttúruna.“

Nánar verður sagt frá tónleikunum þegar nær dregur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka