Fljótir hálfvitar reyndust kvensterkir

Fljótu hálfvitanir að leik loknum með þjálfara sínum.
Fljótu hálfvitanir að leik loknum með þjálfara sínum. mbl.is/Hafþór

Húsvíska hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir tóku virkan þátt í hátíðarhöldunum í tilefni sjómannadagsins í bænum í dag. Rúsínan í pylsuendanum á hátíðardagskránni var knattspyrnuleikur milli Ljótu hálfvitanna og meistarflokksliðs Völsungkvenna.

Raunar hafði sveitin breytt um nafn og kallaði sig Fljótu hálfvitana þegar hún mætti til leiks undir stjórn þjálfara síns, Aðalsteins Árna Baldurssonar.

Hálfvitarnir  náðu snemma forystunni  sem þeir juku jafnt og þétt og náðu Völsungstúlkurnar aldrei að jafna leikinn. Honum lauk því sigri hinna fljótu en knattspyrna þeirra þótti ekki áferðarfalleg og má það sennilega skrifa á reikning þjálfarans.
 
Í kvöld sjá svo Ljótu hálfvitarnir um veislustjórn á Hátíð hafsins sem haldin er í íþróttahöllinni og halda einnig tónleika áður en dansleikur hefst með hljómsveitinni Gloríu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir