Drengur sem Hollywoodmynd var gerð um er látinn

Auglýsingspjald fyrir kvikmyndina Lorenzo's Oil.
Auglýsingspjald fyrir kvikmyndina Lorenzo's Oil.

Lorenzo Odone, sem ekki var hugað líf vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms þegar hann var sex ára, er látinn í Bandaríkjunum, þrítugur að aldri. 

Þekkt Hollywoodkvikmynd, Lorenzo's Oil, var gerð um baráttu foreldra drengsins fyrir lífi hans en þau bjuggu til náttúrulyf úr sýrum unnum úr ólívum og repjuolíu sem virtist lækna drenginn.

Lorenzo þjáðist af svonefndum ALD sjúkdómi, sem leggst á heilafrumur ungra drengja. Sjúkdómurinn veldur því að hættulegar fitusýrur hlaðast upp í blóðinu og innan árs lamast börnin, verða blind og deyja síðan.

Læknar töldu að Lorenzo ætti í mesta lagi tvö ár ólifuð þegar hann greindist með sjúkdóminn en foreldrarnir neituðu að fallast á þann dóm. Þau ákváðu að reyna að finna lækningu og árið 1986 virtist sem það hefði tekist með samblandi af olíum, sem drógu úr óæskilegu fitusýrunum í blóðinu.

Þótt kvikmyndin, sem gerð var 1992, endi vel hefur þessi lækning ávallt verið umdeild og börn með ALD hafa dáið þótt þau hafi verið meðhöndluð með Lorenzo olíu. Langtímarannsókn hefur hins vegar bent til þess, að olían geti komið í veg fyrir sjúkdóminn hjá þeim, sem erfðafræðilega eru líklegir til að fá hann.

Augusto Odone, faðir Lorenzos, sagði að aska sonar hans yrði flutt til New York og grafin við hlið Michaelu, móður hans, sem lést árið 2000. Augusto sagðist síðan ætla að flyta aftur til Ítalíu, þaðan sem hann kom til Ameríku, og skrifa bók um son sinn.

Susan Sarandon og Nick Nolte léku Augusto og Michaelu í kvikmyndinni og Zack O'Malley Greenburg lék Lorenzo. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir