Eldsvoði hjá 50 Cent

50 Cent.
50 Cent. Reuters

Hús í eigu bandaríska rapparans 50 Cent, í Dix Hills á Long Island, brann til grunna í gærmorgun. Húsið var metið á 1,5 milljónir bandaríkjadala. Sex voru fluttir á sjúkrahús en þó enginn alvarlega slasaður.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því fyrr á þessu ári að rapparinn væri að reyna að koma unnustu sinni fyrrverandi, Shaniqua Tompkins, og kærasta hennar, út úr húsinu en 50 Cent á með henni barn.

Tompkins er sögð hafa staðið fyrir utan alelda húsið í gær í baðsloppi einum fata ásamt tveimur drengjum, tveimur táningsstúlkum og eldri konu.

Grunur leikur á því að kveikt hafi verið í húsinu. Tompkins hefur til þessa haldið því fram að 50 Cent hafi gefið henni húsið og fór í mál við hann fyrir skömmu, eftir að hann vísaði henni á dyr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi