Tískuteiknarinn Yves Saint Laurent látinn

Yves Saint Laurent.
Yves Saint Laurent. AP

Tískuteiknarinn Yves Saint Laurent lést í dag á heimili sínu í París, 71 árs að aldri. Laurent, sem var einn fremsti tískuhönnuður 20. aldar, hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin. Hann settist í helgan stein árið 2002.

Yves Henri Donat Mathieu Saint Laurent fæddist í strandbænum Oran í Alsír 1. ágúst 1936 en þá var Alsír enn hluti af Frakklandi.

Laurent var feininn og einmana sem barn en varð hugfanginn af fötum. Hann hafði þegar komið sér upp miklu fatateikningasafni þegar hann kom til Parísar 17 ára. Michel de Brunoff, ritstjóri Vogue, sá teikningarnar og birti þær.

Ári síðar tók Saint Laurent þátt í hönnunarkeppni og vann í þremur af fjórum flokkum. Þann fjórða vann Karl Lagerfeld, sem nú starfar hjá Chanel.

De Brunoff ráðlagði Christian Dior að ráða Saint Laurent til tískuhúss síns og ungi maðurinn naut vaxandi virðingar. Þegar Dior lést þremur árum síðar tók Saint Laurent við stjórninni.

Saint Laurent er talinn hafa staðið þeim Christian Dior, Coco Chanel og Paul Poiret sem áhrifamaður í tískuheimi síðustu aldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir