Ást til Lundúna

Frá sýningu á Ást á Íslandi
Frá sýningu á Ást á Íslandi mbl.is/Ásdís

Annað kvöld frumsýnir Vesturport Love – The Musical, enska aðlögun á Ást, í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London.

Gísli Örn Garðarsson, sem samdi verkið ásamt Víkingi Kristjánssyni, leikstýrir uppfærslunni, Börkur Jónasson sér um leikmynd og Pálmi Sigurhjartarson stýrir tónlistinni.

Leikritið er bragðbætt með textum úr lögum sem áheyrendur eiga að kannast við. Þar af leiðandi er ekki einfalt að umpotta íslenska stykkinu Ást, með tilheyrandi tónlist úr íslensku samhengi, yfir í enska verkið Love sem gerist í London. David Farr, listrænn stjórnandi Lyric, lagaði textann að ensku samhengi upp úr bókstafsþýðingu á íslenska textanum, en síðan var mikil vinna lögð í að finna tónlistina.

„Það hefur verið mikill hausverkur að finna lög sem passa inn í söguframvinduna. Svo þegar sagt er nei við að nota eitthvert þessara laga, þá er hægara sagt en gert að finna eitthvað sem hefur sömu merkingu,“ segir Gísli. „Og hefur jafn sterka tilfinningalega tengingu,“ bætir Pálmi við.

„Svo er hugmyndin líka að láta gamalt fólk syngja lög sem eru heit í dag,“ segir Víkingur. „Rétt eins og heima erum við með nýleg lög í sýningunni.“ Á Íslandi gat Vesturport notað hvaða tónlist sem þeim sýndist, en í London er flutningsréttinum fylgt strangt eftir, segir Víkingur. Það hafa farið sex mánuðir í að fá réttinn að þekktum popplögum sem spanna marga áratugi.

Útgáfufyrirtækin standa fast á sínu, og þau geta hæglega skipt um skoðun eftir að leyfið er veitt. Leikararnir voru búnir að æfa eitt lag í mánuð þegar flutningsleyfið var afturkallað. „Þegar leikararnir eru 80 ára gamlir er hægara sagt en gert að leggja eitthvað nýtt á þau svona á síðustu stundu,“ segir Gísli sposkur.

Í Love er að finna þekkt andlit úr leikhúslífinu í Bretlandi. Til dæmis er Julian Curry frægur Shakespeare-leikari, og Dudley Sutton hefur mikið leikið í sjónvarpi, t.d. í Lovejoy þáttunum sem voru vinsælir í lok níunda áratugarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka